Svifryk og vegahreinsun

Hér gilda almennar reglur, og virðing er skilyrði. Þræðir birtast ekki í Virkum umræðum.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5974
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf appel » Mið 14. Jan 2026 23:36

Ég hef aldrei skilið hví ryksugurnar sem fara í gang á vorin eru ekki notaðar yfir allan veturinn þegar tækifæri gefst.

Eru þetta tæki sem bara sitja inni í skúrum eftir vorinu?

Alltaf verið að kvarta yfir svifryki, og auðvitað segja yfirvöld í Reykjavík "verið heima" eða "farið í strætó". Frekar hálfvitaleg tilmæli það. Það er ekkert svifryk á sumrin þegar þurrt er í veðri, enda búið að þrífa vegina og göturnar.

Kannski snýst þetta um slagsmál vegagerðar og sveitastjórna um hver eigi að þrífa þjóðvegina hérna.
Síðast breytt af appel á Mið 14. Jan 2026 23:38, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8725
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1402
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf rapport » Fim 15. Jan 2026 20:44

Eða bara rakastig/loftraka... kuldinn þurrkar loftið.

Keypti á sínum tíma fancy lofthreinsitæki til að hafa hérna heima og þó að við séum dugleg að hafa opna glugga þá fer tækið aldrei af stað nema einhver sé að steikja á pönnunni eða spreyja svitalyktareyði undir hendurnar á sér.

Ég bý þar sem ég horfi niður á Vesturlandsveg (600m skv. mælingu á ja.is) í hverfi þar sem moldarrok frá opnum grunnum gerir alla glugga skítuga á örstuttum tíma eftir þrif... En er líka í hálfgerðri sveit, hér er loftið alltaf á hreyfingu enda segir græjan að loftgæðin séu súper...

Þetta smáryk er eitthvað sem sóparabílarnir mundu bra ýfa upp og dreifa, þeir mudnu ekki ná að sjúga upp nema stærstu kornin, ímynda ég mér.



Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 376
Staða: Ótengdur

Re: Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf Henjo » Fös 16. Jan 2026 09:47

Mínar áhyggjur eru mestar hvað það er ólíft útí. Leikskólabörn geta ekki leikið sér úti og þurfa vera inni. Tugi deyja á hverju ári ótímabundin dauða etc. Mér finnst ekkert gaman að hjóla í og úr vinnu vitandi að það hefur verið gefin út viðvörun að mengun er margfalt yfir viðmiði.

Fyrst og fremst eru þetta naggladekkin, og lausnin er einföld þar: Banna notkun naggladekkja á höfuðborgarsvæðinu, eða allavega láta þá sem nota svona borga gjald fyrir eyðileggingu sinni og mengun. Enda eyðileggja naggaldekk göturnar 40 fallt meira en ónegld. Og það er enginn ástæða fyrir því að vera á þessu innanbæjar. En margir gera það samt.

Styrkur svifryks (PM10) hefur mælst hár í loftgæðamælistöðum í borginni í morgun. Uppruni ryksins er frá umferð... Helsti uppruni svifryks er uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna...


Það myndi eflaust hjálpa eitthvað ef götusóparinn fengi að vinna 24/7 allan veturinn. En mér þætti erfitt að hugsa að það myndi í raun gera mikin mun.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8725
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1402
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf rapport » Fös 16. Jan 2026 13:56

Henjo skrifaði:Mínar áhyggjur eru mestar hvað það er ólíft útí. Leikskólabörn geta ekki leikið sér úti og þurfa vera inni. Tugi deyja á hverju ári ótímabundin dauða etc. Mér finnst ekkert gaman að hjóla í og úr vinnu vitandi að það hefur verið gefin út viðvörun að mengun er margfalt yfir viðmiði.

Fyrst og fremst eru þetta naggladekkin, og lausnin er einföld þar: Banna notkun naggladekkja á höfuðborgarsvæðinu, eða allavega láta þá sem nota svona borga gjald fyrir eyðileggingu sinni og mengun. Enda eyðileggja naggaldekk göturnar 40 fallt meira en ónegld. Og það er enginn ástæða fyrir því að vera á þessu innanbæjar. En margir gera það samt.

Styrkur svifryks (PM10) hefur mælst hár í loftgæðamælistöðum í borginni í morgun. Uppruni ryksins er frá umferð... Helsti uppruni svifryks er uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna...


Það myndi eflaust hjálpa eitthvað ef götusóparinn fengi að vinna 24/7 allan veturinn. En mér þætti erfitt að hugsa að það myndi í raun gera mikin mun.


Ekki gleyma að aukin gæði malbiks gætu einnig haft gríðarleg áhrif, að nota harðara efni sem spænist ekki svo a upp.



Skjámynd

Henjo
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 376
Staða: Ótengdur

Re: Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf Henjo » Lau 17. Jan 2026 02:17

Mér finnst líka þreytt alltaf þetta eins og með OP, reykjavík Reykjavík reykjavík Reykjavík Reykjavík. Eins og þetta sé allt borginni að kenna.

Það eru sex sveitarfélög hérna á svæðinu. Það eru ekkert götuhreinsarar í gangi hérna í Kópavoginum, ríki sjalla og einkabílsins. Samt heyrir maður alltaf vælt yfir þegar Reykjavík kemur með góðar hugmyndir eins og hvíla einkabíllinn og ekki nota naggla.

Síðan auðvitað líka að stærstu og mest eknu göturnar eru ekki í eigu borgarinnar heldur vegagerðarinnar. Eiga þá borgarbúar að borga fyrir hreinsun á götum sem þeir eiga ekki?
Síðast breytt af Henjo á Lau 17. Jan 2026 02:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5974
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf appel » Mán 19. Jan 2026 21:49

Mesta svifrykið stafar af stofnbrautnum innan höfuðborgarsvæðisins, hinsvegar sjá sveitafélögin ekki um þær brautir heldur Vegagerðin svo að sveitafélögin firra sig af ábyrgð af hreinsun. Vegagerðin er ekki að hreinsa þessa vegi, bara sjá um vetrarþjónustu einsog um væri vegi úti á landi.

Screenshot 2026-01-19 214659.jpg
Screenshot 2026-01-19 214659.jpg (302.7 KiB) Skoðað 165 sinnum


Þetta er bara dysfunction í rekstri á þessu höfuðborgarsvæði. Engir vegi milli sveitafélaga nema þeir fari í gegnum þjóðveg. :face


*-*

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2296
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: Svifryk og vegahreinsun

Pósturaf kizi86 » Þri 20. Jan 2026 05:16

appel skrifaði:Mesta svifrykið stafar af stofnbrautnum innan höfuðborgarsvæðisins, hinsvegar sjá sveitafélögin ekki um þær brautir heldur Vegagerðin svo að sveitafélögin firra sig af ábyrgð af hreinsun. Vegagerðin er ekki að hreinsa þessa vegi, bara sjá um vetrarþjónustu einsog um væri vegi úti á landi.

Screenshot 2026-01-19 214659.jpg

Þetta er bara dysfunction í rekstri á þessu höfuðborgarsvæði. Engir vegi milli sveitafélaga nema þeir fari í gegnum þjóðveg. :face

núna eru fleiri milljarðar að fara að detta inn á reikninga vegagerðarinnar, vonandi að það verði notað eitthvað af þessum aurum í vegahreinsun


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV