Lyklaborð og mýs

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2856
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 551
Staða: Ótengdur

Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Fös 23. Jan 2026 23:53

Hef verið afskaplega nægjusamur þegar það kemur að lyklaborði og mús, en langar að kaupa mér nýtt.

En hef verið soldið óákveðinn hvað ég ætti að taka. Hef verið að hallast að..

Razer Deathadder v3 prohttps://elko.is/vorur/razer-deathadder-v3-pro-thradlaus-leikjamus-332655/RZ0104630100R3G1
og jafnvel þetta Keychron lyklaborð https://elko.is/vorur/keychron-v1-max-rgb-thradlaust-lyklabord-brunir-rofar-411337/KC1246

Er eitthvað annað gott sem hefur farið frammhjá mér?




Gemini
Ofur-Nörd
Póstar: 217
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 44
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Gemini » Fös 23. Jan 2026 23:58

Mæli sterklega með að panta Wooting ef þér finnst gaman að nördast. Er svona lyklaborð með öllum modern fídusum sem þér gæti dottið í hug. https://wooting.io/

Varðandi mús þá gafst ég sjálfur upp á Razer útaf þær þoldu aldrei mína notkun í meira en 2 ár. Gætu verið skárri í dag, voru svosem góðar að öðru leiti. Ef þú vilt mús með svipuðu oldschool feeli og Deathadder er nýja Logitech superlight 2 DEX útgáfan svona næst því.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 190
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf rostungurinn77 » Lau 24. Jan 2026 00:31

Elko eiga líka einhver eintök af þessum

https://elko.is/leit?q=akko

Coolshop er með Dark Project lyklaborð.
Fyrsta kynslóð var snúrutengd en nýja kynslóðin kemur með möguleika á þráðlausu.

https://www.coolshop.is/s/?q=dark+project



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2856
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 551
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Lau 24. Jan 2026 00:49

Mig langar að hafa það mekanískt, mér langar að hafa takkana upplýsta, þannig ljósið lýsir upp stafinn sem maður er að ýta á.
Væri gott að hafa það þráðlaust, en að geta líka snúrutengt það er mikill kostur. OG, ef það er til með íslenskum stöfum,,, þá væri það alveg 1.sæti.

Uppsprettan af þessu, var þetta video;;



Ég er þarna með versta lyklaborðið, og langar að prófa betra.

En að músum, er Razer ekkert gott?
Síðast breytt af Moldvarpan á Lau 24. Jan 2026 00:52, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2856
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 551
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Lau 24. Jan 2026 01:10

https://tl.is/asus-rog-azoth-tradlaust-leikjalyklabord-svart-m-nx-red.html
https://tl.is/asus-rog-strix-scope-ii-96-tradlaust-leikjalyklabord.html

Kannski taka Asus lyklaborð? Væri endilega til að fá comments, þekki þessi lyklaborð svo lítið.




TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 942
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 253
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf TheAdder » Lau 24. Jan 2026 09:01

Ég var í þínum sporum fyrir nokkrum árum.
Ég endaði á að versla mér barebones lyklaborð beint frá Keychron, valdi mér rofa í það, og lét prenta á takkana eftir mínu höfði.
Mynd

Svo get ég aldrei mælt of mikið með Logitech músartvennu draumanna, G502 og Powerplay motta. þráðlaus mús sem þarf aldrei að hlaða.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

olihar
/dev/null
Póstar: 1469
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 335
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf olihar » Lau 24. Jan 2026 10:06

Sama hvað þú gerir ekki kaupa Razer.

Ég elska þetta lyklaborð. (Er svona hybrid flatt og mechanical)
https://www.logitechg.com/en-eu/shop/p/ ... g-keyboard

Parað með þessari (eða none RGB útgáfunni)
https://www.logitechg.com/en-eu/shop/p/ ... 910-006162

Bæði á flottum verðum núna í EU.

Ég á auka sett af bæði músinni og lyklaborði og getur fengið lánað ská hvort þú fílir þar sem þetta er nú smá fjárfesting.

Finnst einn stór kostur við þetta líka þar sem ég er með heyrnatól líka frá þeim er að vera bara með 1 hugbúnað til þess að stýra þessu öllu. Og hann virkar vel og tekur ekki mikið CPU power.



Skjámynd

gotit23
FanBoy
Póstar: 738
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf gotit23 » Lau 24. Jan 2026 10:13

Moldvarpan skrifaði:Hef verið afskaplega nægjusamur þegar það kemur að lyklaborði og mús, en langar að kaupa mér nýtt.

En hef verið soldið óákveðinn hvað ég ætti að taka. Hef verið að hallast að..

Razer Deathadder v3 prohttps://elko.is/vorur/razer-deathadder-v3-pro-thradlaus-leikjamus-332655/RZ0104630100R3G1
og jafnvel þetta Keychron lyklaborð https://elko.is/vorur/keychron-v1-max-rgb-thradlaust-lyklabord-brunir-rofar-411337/KC1246

Er eitthvað annað gott sem hefur farið frammhjá mér?



ég á tvö lyklaborð frá Keychron get ekki mælt nógu mikið með þeim.

Og nýju Razer mýsnar koma vel út ,þótt ég sjálfur hef ekki verið að kaup frá razer lengi vegna þess að mér hefur fundist þær endast mér ekki eins lengi.

keypti mér súperlight frá Logitech fyrir 4 árum og var að lóða nýja svissar í það núna um jólinn
það eina sem virðist hrjá mýsnar frá logitech er hvað þau eru með leiðinlegar svíssar.

Fékk mér Kailh HM8.0 svissar og allt önnur mús eftir það.
og kostaði klink :)
Síðast breytt af gotit23 á Lau 24. Jan 2026 10:14, breytt samtals 1 sinni.




Gemini
Ofur-Nörd
Póstar: 217
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 44
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Gemini » Lau 24. Jan 2026 14:56

gotit23 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Hef verið afskaplega nægjusamur þegar það kemur að lyklaborði og mús, en langar að kaupa mér nýtt.

En hef verið soldið óákveðinn hvað ég ætti að taka. Hef verið að hallast að..

Razer Deathadder v3 prohttps://elko.is/vorur/razer-deathadder-v3-pro-thradlaus-leikjamus-332655/RZ0104630100R3G1
og jafnvel þetta Keychron lyklaborð https://elko.is/vorur/keychron-v1-max-rgb-thradlaust-lyklabord-brunir-rofar-411337/KC1246

Er eitthvað annað gott sem hefur farið frammhjá mér?



ég á tvö lyklaborð frá Keychron get ekki mælt nógu mikið með þeim.

Og nýju Razer mýsnar koma vel út ,þótt ég sjálfur hef ekki verið að kaup frá razer lengi vegna þess að mér hefur fundist þær endast mér ekki eins lengi.

keypti mér súperlight frá Logitech fyrir 4 árum og var að lóða nýja svissar í það núna um jólinn
það eina sem virðist hrjá mýsnar frá logitech er hvað þau eru með leiðinlegar svíssar.

Fékk mér Kailh HM8.0 svissar og allt önnur mús eftir það.
og kostaði klink :)


Þessar nýju Logitech er búnar að skipta um svissa. Eru með optical og gömlu núna. Getur valið í driver hvor er notaður. Smá mínus samt að klikkið í þeim er aðeins hærra fyrir vikið.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2856
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 551
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborð og mýs

Pósturaf Moldvarpan » Lau 24. Jan 2026 15:31

TheAdder skrifaði:Ég var í þínum sporum fyrir nokkrum árum.
Ég endaði á að versla mér barebones lyklaborð beint frá Keychron, valdi mér rofa í það, og lét prenta á takkana eftir mínu höfði.
Mynd

Svo get ég aldrei mælt of mikið með Logitech músartvennu draumanna, G502 og Powerplay motta. þráðlaus mús sem þarf aldrei að hlaða.


Það er soldið sniðug hugmynd að láta custom makea lyklaborð fyrir mig, finnst það spennó. Prenta þeir íslenska takka?
Eftir að skoða síðuna hjá þeim, þá eru þeir með mjög marga valkosti... erfitt að velja.
https://www.keychron.com/products/lemokey-p3-he-wireless-magnetic-switch-custom-gaming-keyboard Væri til í eh svona, er þetta gott? Er hægt að láta prenta stafi á þetta?

Og annað, með alla þessa mismunandi takka... hvað ætti ég að taka? Svo margar gerðir.

Með þessa G502 mús, hún er voðalega groddaraleg í útliti, er þetta þægilegt?