Þetta mál er allt hið forvitnilegasta og mikið ógurlega er ég feginn að vera ekki að þurfa að glíma við þetta.
Að því sögðu þá finnst mér forvitnilegt hvernig tryggingarfélagið er að taka á þessu máli. Mögulega sáu þeir að þetta fellur ekki undir tjón sem er tryggt og því alveg sama.
Mögulega er eitthvað að tapast í þýðingu og matsmaðurinn lýsti þessu kannski ítarlegar en bara "lausar flísar og illa kíttað".
Minn skilningur er sá að baðherbergið sé votrými og byggi það á aldri hússins og þeirri reglugerð sem hlýtur að hafa verið í gildi þegar húsið er reist.
https://island.is/reglugerdir/nr/0112-2012 6.7.5. gr.
Votrými
Gólf í votrými skal vera vatnshelt með niðurfalli og halla að niðurfalli. Ekki er heimilt að hafa niðurfall í gólfi votrýmis aflokað, t.d. inni í sökkli innréttingar. Gólf skal þannig frágengið að ekki sé hætta á hálku í bleytu.
Baðherbergi, snyrtingar og þvottaherbergi/-aðstaða íbúða skulu uppfylla kröfur til votrýma og skulu þau loftræst skv. ákvæðum 10.2. kafla.
Loft og veggir í votrýmum skulu þannig gerðir að þeir þoli gufu og þann raka sem vænta má að myndist í votrýminu.
Feitletrun er mín
Miðað við mína þekkingu á þessu þá eru það ekki flísarnar sem mynda vatnsheldnina. Gólfið er meðhöndlað með svokölluðum dúk sem á að mála í minnst tveimur lögum en allt að fjórum (heimild: iðnaðarmaður). Dúkurinn er lagður á gólfflötinn áður en til flísalagnar kemur. Flísalímið kemur ofan á dúkinn. Ég geri ráð fyrir að votrýmið sé nokkurn veginn vatnsheldur dúkur - vatnshelt flísalím - flísar og vatnsvarin fúga.
Þ.e.a.s. að á meðan það er niðurfall sem vatn kemst niður um að þá ætti vatn ekki að mynda nægan þrýsting til þess að þrýsta sér niður í flísarnar, þó svo að það geti það myndist djúpur pollur ofan á þeim, komist vatn niður að þá eigi dúkurinn að halda vatninu.
Flísar anda sem þýðir að það má leggja þær á flot mun fyrr en t.d. parket. Það eru til flísar sem hafa hálkustuðul sem kallast R11 (flestar innanhúsflísar eru R9 og R10) minnir mig og það er talað um að þær fari í votrými eins og sturtuklefa í sundlaugum. Veit ekki hvort það er skylda að nota þær í sturtuklefa í íbúðarhúsum og ég veit ekki heldur hvort þær halda vatni betur en aðrar flísar.
Semsagt dúkurinn á að halda og vatn ætti ekki að finna sér leið niður nema það sé eitthvað stórtjón kannski.
Mitt álit á þessu er því miður það að fúsk verktakans er bara að koma í ljós berlega.
Ég er hins vegar í hópi fjölmargra "Ekki-sérfræðingur" í þessum þræði þannig að þú skalt ekki hlaupa beina leið í bankann byggt á mínu áliti.