Hafið þið einhver góð ráð varðandi bakmeiðsli sem urðu við lyftu á þyngslum? Ég reyndi að nota hnéin og allt það en greinilega klikkaði ég eitthvað á líkamsstöðunni eða var að taka of þungt fyrir mitt form.
Ég er búinn að fara til tveggja lækna sem voru mjög rólegir yfir þessu og ég græddi voða lítið á þeim (báðir útilokuðu brjósklos, annar talaði um að ég gæti verið með smá útbungun), fyrri sagði mér að gera teygjuæfingar en bakið varð bara að steini eftir að ég prófaði þær og tók alveg 1-2 daga að fara aftur í nýju grunnstöðuna.
Ég er ekki með mikla verki og í raun meira óþægindi en verkir finnst mér en bakið er samt allt skrítið og greinilega ekki eins og það á að vera.
Enda ef ég geng á malbiki 500m að þá er bara bakið farið að kvarta með óþægindum og jafnvel sársauka, það er skárra að ganga á grasi eða meira mjúku.
Það eru 7 vikur síðan þetta gerðist á morgun.
Ég er að bíða eftir að komast að hjá sjúkraþjálfara.
Eruð þið með einhver góð ráð þangað til maður kemst að hjá sjúkraþjálfaranum?
Ps. þetta virðist vera aðallega mjóbakið og upp að miðju baki.
Bakmeiðsli - vantar ráð
-
falcon1
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 987
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 122
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
úpps... kom óvart 2x
Síðast breytt af falcon1 á Mán 15. Des 2025 09:29, breytt samtals 1 sinni.
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8641
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1384
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
Það sem ég hef gert þegar ég fer í bakinu er að fara í brennheita sturtu og teygja, bein hné + snerta tærnar og svo beygja sitt hvort hnéið til að skapa smá snúning/spennu á bakið.
Man að ég var einhverntíman að lýsa þessu í vinnunni og þá benti hann zedor mér á að hiti og bólgur fara ekki vel saman, að maður ætti að vera kæla bólgin svæði en ekki hita þau.
En mig grunar að þetta virki vel í bland, að hita og teygja og svo nota kælikrem og jafnvel kælingu eftirá.
Svo heyrði ég að bakverkir og vítamínskortur geti haldist í hendur, B12 og D vítamín - https://www.getsurrey.co.uk/news/health ... y-30295048
Það er alltaf gott að næra sig vel þegar líkaminn er að díla við eitthvað svona.
Man að ég var einhverntíman að lýsa þessu í vinnunni og þá benti hann zedor mér á að hiti og bólgur fara ekki vel saman, að maður ætti að vera kæla bólgin svæði en ekki hita þau.
En mig grunar að þetta virki vel í bland, að hita og teygja og svo nota kælikrem og jafnvel kælingu eftirá.
Svo heyrði ég að bakverkir og vítamínskortur geti haldist í hendur, B12 og D vítamín - https://www.getsurrey.co.uk/news/health ... y-30295048
Það er alltaf gott að næra sig vel þegar líkaminn er að díla við eitthvað svona.
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
Þegar ég hef farið í baki þá er það versta sem ég hef gert er að liggja fyrir. Taka stutta göngutúra (þurfa alls ekki að vera langir, bara að ná að hreyfa sig eitthvað) er krítískt.
Það sem hefur virkað fyrir mig er að styrkja core vöðvana og ég mæli með:
- cat/cow 3x10
- deadbug 3x14
- bird dog 3x14
- superman 3x8
Ef þú getur gert eitthvað af þessum æfingum þá er það frábært, það þarf ekki að vera í einhverju flýti heldur viltu gera þetta rólega og stýra hreyfingunum vel.
Fjöldi endurtekninga fara bara eftir getu og líðan. ALLS EKKI GERA ÆFINGUNA EF ÞAÐ VELDUR SÁRSAUKA.
Disclaimer: Ég er ekki menntaður í neinu heilsutengdu, þetta er mín reynsla af bakmeiðslum og hvernig ég held mér gangandi eftir meiðlsi.
Það sem hefur virkað fyrir mig er að styrkja core vöðvana og ég mæli með:
- cat/cow 3x10
- deadbug 3x14
- bird dog 3x14
- superman 3x8
Ef þú getur gert eitthvað af þessum æfingum þá er það frábært, það þarf ekki að vera í einhverju flýti heldur viltu gera þetta rólega og stýra hreyfingunum vel.
Fjöldi endurtekninga fara bara eftir getu og líðan. ALLS EKKI GERA ÆFINGUNA EF ÞAÐ VELDUR SÁRSAUKA.
Disclaimer: Ég er ekki menntaður í neinu heilsutengdu, þetta er mín reynsla af bakmeiðslum og hvernig ég held mér gangandi eftir meiðlsi.
-
Pandemic
- Stjórnandi
- Póstar: 3773
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 135
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
calibr skrifaði:Þegar ég hef farið í baki þá er það versta sem ég hef gert er að liggja fyrir. Taka stutta göngutúra (þurfa alls ekki að vera langir, bara að ná að hreyfa sig eitthvað) er krítískt.
Það sem hefur virkað fyrir mig er að styrkja core vöðvana og ég mæli með:
- cat/cow 3x10
- deadbug 3x14
- bird dog 3x14
- superman 3x8
...
Þetta eru mjög góðar æfingar og einnig að æfa deadlift/réttstöðu er mjög gott fyrir kjarnann og hefur minnkað allt bakvesen hjá mér.
Svo getur oft tekið ótrúlegan tíma að losna við óþægindi eftir að hafa meitt sig við að lyfta einhverju og engar töfralausnir þar nema að gera æfingar og jafnvel heita bakstra, heitir pottar og slíkt.
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
Samúð. Farðu vel með bakið, þetta tekur tíma, gættu að því að fara ekki hratt af stað aftur þegar þér batnar. Sjúkraþjálfarar betri en læknar en engir töframenn.
Bòkin the back mechanic hjálpaði mér mikið. Dr Stuart Mcgill. En ég fékk brjòsklos tvisvar. Sumar æfingar eru morð fyrir mjòbak ef rangt form.
Hanga til að létta á en krefst styrks.
Skoðaðu liðleika og form.
Ganga á mjúku frekar en hörðu.
Gangi þér vel
Bòkin the back mechanic hjálpaði mér mikið. Dr Stuart Mcgill. En ég fékk brjòsklos tvisvar. Sumar æfingar eru morð fyrir mjòbak ef rangt form.
Hanga til að létta á en krefst styrks.
Skoðaðu liðleika og form.
Ganga á mjúku frekar en hörðu.
Gangi þér vel
-
Moldvarpan
- Vaktari
- Póstar: 2831
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 537
- Staða: Ótengdur
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
Við erum allir að eldast.
Það er mjög líklega meira en hálfs árs bið að komast að hjá sjúkraþjálfara.
Ég myndi mæla með að hita/kæla svæðið, og reyna hreyfa þig daglega eins og þú getur. Stoppar ef þig fer að verkja.
Svo er það bara að gefa þessu tíma.
Ég keypti mér svona hitapoka fyrir nokkrum árum og ég ELSKA hann. Ekkert betra, sérstaklega á köldum dögum, að leggjast á svona hitapoka.
Það er svo þægilegt að ég sofna nánst alltaf
https://ht.is/medisana-hitapudi-ecomed-hp-50e.html
Það er mjög líklega meira en hálfs árs bið að komast að hjá sjúkraþjálfara.
Ég myndi mæla með að hita/kæla svæðið, og reyna hreyfa þig daglega eins og þú getur. Stoppar ef þig fer að verkja.
Svo er það bara að gefa þessu tíma.
Ég keypti mér svona hitapoka fyrir nokkrum árum og ég ELSKA hann. Ekkert betra, sérstaklega á köldum dögum, að leggjast á svona hitapoka.
Það er svo þægilegt að ég sofna nánst alltaf
https://ht.is/medisana-hitapudi-ecomed-hp-50e.html
Re: Bakmeiðsli - vantar ráð
Sauna og kaldi potturinn björguðu mér alveg.
Ryzen 7 5800x3d||ASRock TAICHI RX 9070XT||X470 Gaming 7||Corsair Vengeance 16GB 3600MHz||850 PRO 265 GB||
NVMe 960 EVO 500 GB||Predator XB1 1440p 144Hz
NVMe 960 EVO 500 GB||Predator XB1 1440p 144Hz